„Góðan og blessaðan yndis sólardaginn,“ sagði Inga Sæland húsnæðisráðherra þegar hún vaknaði í morgun:
„Nú kl. 11.00 mun ég með hjálm á höfði og sleggju í hönd hleypa af stokkunum uppbyggingu 87 nýrra hjúkrunarrýma við Nauthólsveg. Áætluð verklok eru um 18 mánuðir.
–
Það er bjart framundan hjá verkstjórninni ykkar sem fellur aldrei verk úr hendi. Við fylgjum fast eftir þjóðarátaki og umhyggju fyrir fullorðna fólkinu okkar sem þarf að komast í öruggt skjól. Efri árin eiga að vera gæðaár
–
Eftir viku verð ég svo á Akureyri og Húsavík að skirfa undir samninga sem tryggja frekari uppbyggingu á enn fleiri hjúkrunarrýmum.
–
Áfram veginn!“