„Það er ekki oft sem kvikmynd eftir íslenskan leikstjóra kemst í 3. sæti yfir mest streymdu bíómyndir á Hulu í Bandaríkjunum,“ segir Óttar M. Norðfjörð rithöfundur
„Og það eftir einungis 4 daga í sýningu. En það gerði myndin The Damned sem Þórður Pálsson leikstýrir. Hann er reyndar of hlédrægur til að monta sig af svona, svo ég monta þetta bara fyrir hann, enda frábær árangur fyrir íslenska kvikmyndagerð líka.“