Smíðaverkstæði fyrir eldri borgara eru meðal verkefna sem fá úthlutað úr hverfissjóði Reykjavíkurborgar að þessu sinni en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.
Meðal annarra verkefna sem fengu útlutað má nefna: Hverfahátíð Holtsins, Klambrafest, vor- og sumarhátíðir, dagskrá á sumardaginn fyrsta, hlaup, skjólbelti, útimarkaður og vegglistaverk.