Kristrún Frostadóttir hefur verið í Færeyjum í opinberum erindagjörðum og víða farið um eyjarnar. Meðal annars skoðaði hún færeysk jarðgöng sem eru heimsfræg fyrir hönnum og stíl – og það á afmælisdegi sínum en forsætisráðherra varð 37 ára á mánudaginn:
„Það var aldeilis ekki amaleg byrjun á afmælisdeginum að fara í jarðgangaskoðun. Fór meðal annars í „Eysturoyartunnilin“ svokallaða þar sem er neðansjávarhringtorg. Það er alveg magnað hvað Færeyingar hafa staðið vel í uppbyggingu samgönguinnviða á síðustu árum. Og veitir innblástur. Það er einmitt eitt af aðaláherslumálum nýrrar ríkisstjórnar að byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi.“