„Þarna verða sungin lög eftir Bítlana, Bob Dylan, The Eagles, ásamt suðrænum slögurum en búið er að búa svo um texta að þeir eru allir á íslensku og fjalla allir um lífið og tilveruna á Bíldudal,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Darlingarnir sem verða með tónleika í Hannesarholti á Grundarstíg í Reykjavík á laugardaginn klukkan 16:00:
„Michelle verður Sirrý og í Penny Lane verður tekin sneiðmynd af mannlífinu í þorpinu. Darlingarnir eru þeir Jón Sigurður, gítar og söngur og sögur, Pétur Valgarð. gítar og sögur, Georg Grundfjörð bassi og Einar Scheving slagverk og auðvitað er ekki hægt að halda svona samkomu án aðkomu bílddælska látúnsbarkans Gísla Ægis Vegamóta prins og Fjallabróður.“
