Hefð er fyrir því að kirkjugestir mæti prúðbúnir til messu og prestar líka. En nú eru prestarnir komnir í strigaskó undir skrautbúningnum – í Keflavík.
Keflavíkurkirkjja sendi frá sér þessa mynd að lokinni fermingarmessu og þar segir:
„Að loknum fermingum í Keflavíkurkirkju þökkum við ykkur fyrir samfylgdina síðustu sunnudaga og yfir veturinn. Við biðjum góðan Guð um að ganga á undan fermingarbörnum okkar og blessa já-ið þeirra við Jesú Krist.“