
Verið er að leggja lokahönd á innréttingu fyrsta Starbucks kaffihússins á Íslandi. Staðurinn verður á Laugavegi 66 þar sem tískuverslunin Karnabær reis sem hæst á árum áður en nú er þar Hótel Alda.
Hótel Alda er í eigu malasísku hótelkeðjunnar Berjaya sem hóf innreið sína á íslenska hótelmarkaðinn með kaupum á 75% hlut í Icelandair hótelunum og síðan hefur bæst í hótelhópinn og Alda á Laugavegi er eitt þeirra.
Hæg verða heimatökin hjá Berjaya á Laugavegi þvi stofnandi og eigandi samsteypunnar, Tan Sri Vincent, er með umboð fyrir Starbucks á Norðurlöndum og undir það fellur Ísland.
