
„Nú hafa konur tekið völdin á öllum sviðum mannlegs lífs,“ segir Benedikt Axelsson fyrrum fjölmiðlamaður, pistlahöfundur, teiknari og ljóðskáld: „Þetta hugtak kemur fyrir í kunnri gamansögu af Magnúsi Ásgeirssyni og Halldóri Laxness frá vorinu 1940.
Fyrri kona Halldórs, Inga, var þá nýfarin frá honum og hafði tekið saman við annan mann. Röktu þeir kvennaraunir sínar.
Magnús spurði Halldór: „Er ekki veika kynið sterkara, vegna þess hve sterka kynið er veikt fyrir veika kyninu?“
Halldór svaraði: „Nei, það er ekki vandinn. Hann er, að við gerum alltof miklar kröfur til kvenna. Við viljum að þær séu fínar frúr þegar vinir okkar koma í heimsókn, eldabuskur í eldhúsinu og skækjur í rúminu. En konurnar snúa þessu öllu við. Þær eru eldabuskur í rúminu, fínar frúr í eldhúsinu og skækjur þegar vinir okkar koma í heimsókn.“