Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framsýnum og öflugum stjórnanda til að stýra starfsemi ÁTVR sem rekur 50 vínbúðir um allt land auk vöruhúss.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsnám er kostur.
• Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, stefnumótun og áætlanagerð er skilyrði.
• Færni og reynsla af umbótum og breytingastjórnun er skilyrði.
• Reynsla og þekking á smásölumarkaði er kostur.
• Sannfærandi samskiptahæfni ásamt leiðtogahæfileikum, getu og vilja til að hvetja aðra til árangurs.
• Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku.
Fjármála og efnahagsráðherra skipar forstjóra ÁTVR til fimm ára frá 1. september nk. Starfskjör eru í samræmi við ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra.