Einar Kárason var að horfa á beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá afhendingu Eddu verðlaunanna í gærkvöldi – svissaði svona af og á:
„Oftast lendir maður á fólki í sal að klappa. Þess á milli fólk í pontu, óundirbúið, hefur ekkert að segja, ekki sérlega mælskt, en hrósandi og þakkandi hvert öðru. Allt í fínu með það. En hvernig getur þetta á erindi við okkur hin?“