Afmælisdagur töframannsins Harry Houdini (1874-1926). Hann ferðaðist eins og rokkstjarna um Evrópu með prógram undir heitinu Harry „Handcuff“ Houdini þar sem hann heillaði áhorfendur og lék á lögreglumenn í handjárnum, vafinn keðjum og læstri kistu sem va sökkt fyrir allra augum. Hann var alltaf horfinn þegar að var gáð. Mætti svo á næstu sýningu eins og ekkert hefði í skorist. Hann fær óskalagið Magic Moments.






