„Stundum er bara gaman að taka svolitla fjarlægð á hlutina, spökulera úr fjarlægð og leyfa sér að skoða allt upp á nýtt. Spökulera í hvað það var sem í raun skipti máli,“ segir Ingi Hans frá Grundarfirði þar sem hann situr á Punta Elena Beach í Corralejo á Kanarí:
„Í gamladaga snerist pólitík um von, um tækifæri, um nýja framtíð. Kannski bara um bátavél, eldavél eða traktor til að létta af okinu. Svo auðvitað höfn, vegi, heimili og betri kjör. Um landið þeyttust menn með ávísanir á allt þetta í hæfilegum skömmtum. Ávísanir á von, ávísanir á betri tíma. Sem þó voru alltaf aðeins of langt undan. En þeir komu, þrátt fyrir allt. Og nú situr afadrengur berklaveika mannsins í Sníkju og spökulerar á sólarströnd. En þetta var aldrei auðvelt og á ekki að vera það. En reynum að hafa það skemmtilegt!“