Á gömlu bensínstöðinni á Miklubraut við norðurenda Kringlunnar standa bílar við dælurnar líkt og yfirgefnir, engir bílstjórar sjáanlegir. Búið er að skipta bensdælunum út fyrir rafmagnshleðslur.
Sitja bílstjórarnir inn á Joe & The Juice í bensínskálanum og bíða í óratíma eftir að hleðslu ljúki? Þar er ekki mann að sjá, bara afgreiðslumaður:
„Ég veit ekki hvar bílstjórarnir eru. Bílarnir bara standa hér og kemur okkur ekki við þar sem Orkan á stæðin.“
En þetta tekur langan tíma. Taka bílstjórarnir leigubíl heim og koma svo aftur?
„Nei, það held ég ekki. Ætli þeir skreppi ekki bara í Kringluna á meðan.“