„Ég á tvær systur sem heita Lovísa,“ segir fiskikóngurinn Kristján Berg og þykir sumum skrýtið. En ástæðan er einföld:
„Þær eru báðar hálfsystur mínar. Lovísu Ásgeirsdóttur hef ég umgengist allt mitt líf og þekki út og inn. Elska hana mikið. Hina Lovís – Lútherdóttur, hef ég ekki umgengist, aðeins hitt hana 5-6 sinnum á ævinni.
Ég þurfti að fara í klippingu. Vissi að hún er að vinna sem hárgreiðslukona/klippari, á Aristo í Mosó. Ég ákvað að panta tíma hjá systur, biðja hana um að klippa mig. Við áttum notalega stund saman og fengum okkur kaffibolla á eftir og spjölluðum smá. Notaleg stund.
„Ég verð að segja það að það er smá blik í augunum á okkur og ég finn fyrir tengingu á milli okkar. Yndislegt að hitta systur, knúsa og hitta og það er einhver óútskýranleg tenging, sem ég get ekki lýst með orðum. Mér líður alla vegna vel í hjartanu eftir þessa klippingu.
Það er gaman að segja frá því að báðar Lovísurnar mínar hafa gaman af því að klippa hár. Lífið er svo einfalt og skemmtilegt. Elska ykkur báðar.“