HomeGreinarLAUFEY Í KLEMMU KERFISINS - HVERNIG Á ÞETTA AÐ GANGA UPP?

LAUFEY Í KLEMMU KERFISINS – HVERNIG Á ÞETTA AÐ GANGA UPP?

„Nú er komið að mánaðarmótum og kvíðinn að ná hámarki, hvernig í ósköpunum á þetta að ganga upp?“ spyr Laufey Elíasdóttir landsþekkt leikkona og ljósmyndari:

„Ég var úrskurðuð sem öryrkji af læknum (a.m.k. tímabundið) og fannst erfitt að kingja þeirri pillu svo ég var rög við að senda umsókn í lífeyrissjóðinn og TR. Lífeyrissjóðurinn gefur sér 3-6 mánuði til þess að vinna úr þessu og TR taldi að endurhæfing væri ekki fullreynd, sem ég fagnaði. TR var ekki lengi að svara öryrkjaumsókninni en gefur sér góðan tíma að vinna úr endurhæfingarumsókninni. Þetta er kvíðvænlegt fyrir einstæða móður sem er að vinna sig útúr áföllum og því sem lífið hefur hent í hana. Það að hafa ekki eitthvað fjárhagslegt öryggi hægir á bataferlinu, þó svo að peningarnir dugi ekki til þess að ná endum saman. Ég lamast og í því ástandi gerist ekki neitt. Það er margt sem ég hef verið að vinna að eins og t.d. að opna ljósmyndastúdíóið mitt, fara að leika o.s.frv. Á meðan það er verið að finna útúr allskonar læknaveseni og lyfjastilla hitt og þetta þá þarf ég þetta öryggi sem apparatið okkar á að veita okkur sem veikjumst og förum í þrot. Nú er mánuður nr. 2 að ganga í garð án nokkurrar greiðslu og ég þoli illa að safna skuldum. Annað var það ekki.“

TENGDAR FRÉTTIR

KASTALAKAFFI MEÐ ÚTIBÚ Í GARÐASTRÆTI

Hjálpræðisherinn er að undirbúa útrás fyrir Kastalakaffi sitt í nýja Herkastalanum við Suðurlandsbraut sem orðið er eitt vinsælasta kaffihús í Reykjavík og þá ekki...

SÓLBEKKUR – SNJÓBEKKUR

Sólbekkur með hreinu hvítu undirlagi, gerist ekki betra. Ískalt undirlag styður við alla bakhluta og kælir bakverki.

EINBÝLISHÚS Á 48 MILLJÓNIR

Einbýlishúsið Hvammstangabraut 7 á Hvammstanga er til sölu og verðið án hliðstæðu - 48 milljónir. Húsið er skráð 127,9 fermetrar, byggt úr steinsteypu árið...

INGA SÆLAND ER HRÓI HÖTTUR

"Held það væti gott fyrir Sjàlfstæðismenn að lesa söguna um Hróa Hött og rifja upp hvernig átökin við yfirvaldið fóru þar," segir Edvard Skúlason...

MORGUNBLAÐIÐ HEITIR NÚ SÆLANDSFRÉTTIR

Þetta myndverk eftir fjöllistamanninn Hallgrím Helgason heitir "Morgunblaðið heitir nú Sælandsfréttir".

ÓTRÚLEGAR STYTTUR

Hvernig er þetta hægt? Í fljótu bragði virðst það vera taskan sem heldur öllu saman. En er það svo?

BOÐSKORT

Verið velkomin á listamanna spjall og upplestur með Claudiu Hausfeld og Gabriel Dunsmith í Nýlistasafninu á Löngum fimmtudegi þann 30. janúar kl. 18:00. Claudia mun...

GIULIA RANNSKAR LITI Í HANDRITUNUM – GULUR, RAUÐUR GRÆNN OG BLÁR

Doktorsneminn Giulia Zorzan er að rannsaka litað blek sem notað var í elstu íslensku handritunum frá 12. og 13. öld. Hún leggur meginþungann á...

MESTAR LÍKUR Á HJARTAÁFALLI Á MÁNUDAGSMORGNUM

"Hjartað okkar er mikil undrasmíð en eins og með okkur flest á hjartað okkar sínar erfiðu stundir og þá er meiri hætta á því...

SNJÓFLÓÐAHÆTTA Í MIÐBÆNUM

Miðbæjarmaður sendir póst: - Snjóflóðahætta á Laugavegi. Vantar snjóflóðavarnir sem eru ekki á fjölmörgum byggingum við Laugaveg með hallandi þak. Þar geta mörg hundruð kíló af...

LEITIN AÐ ORÐUM FYRIR ÚTLENDINGA

Bókin Leitin að orðum er komin út og er ætluð fyrir: Fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku eða eru...

BJÖRK RÍFUR MÚRINN Í FYRSTA SJÓNVAPSVIÐTALI Í 10 ÁR

Björk ræðir við Zane Lowe á AppleMusicLive - fyrsta sjónvarpsviðtal hennar í 10 ár. https://www.youtube.com/watch?v=0mGUk6WEUu4

Sagt er...

Kindahópur leitar skjóls í strætisvagnaskýli á rigningardegi á Írlandi.

Lag dagsins

Harry Styles, söngvari breska strákabandsins One Direction, er afmælisbarn dagsins (31). Á sólóferli sínum sem tónlistarmaður og kvikmyndaleikari hefur hann haft gríðarlega áhrif á...