Húsmóðir í Vesturbænum skrifar:
–
Bílastæðið við Landakotsspítala tekur bara mynt sem greiðslu. 411 1111 – notandi stæðis hringir til að gera athugasemd. Viðbrögð símadömunnar eru að það séu aðeins tveir greiðslumöguleikar, mynt og “öpp”.
„Ég er að hringja til að láta vita að ég gat ekki greitt reyndi þrisvar sinnum en var bara möguleiki að greiða með mynt og þú bendir á öpp. Ég kann ekki á það.“
Simadaman: „Þá þarftu að læra það.“
Ég: „Alla vegana, viltu taka niður athugasemdina því ég gat ekki greitt með korti, hver er með mynt á sér?“
Símadaman: „Þú getur átt von á rukkun þrátt fyrir athugasemdina.“
Ég: Vá!, en sú þjónusta. Greiða ekki flestir allt með korti eða millifærslu?
Þar með lauk símtalinu.