Mini Market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Cumin (Kmin Rzymski) frá Prymat Póllandi.
Ástæða innköllunar: Varan er innkölluð þar sem hátt magn af pyrroizidine alkaloids greindist í vörunni.
Hver er hættan?: Pyrroizidine alkaloids er náttúrulegt eiturefni sem getur myndast í ákveðnum plöntutegundum.
Cumin eða Broddkúmen eins og það hefur kallast á íslensku er bragðmikið og gott krydd, mikið notað í mexikanskri, indverskri og austur-afrískri matargerð. Er til dæmis mjög algengt í tandoori réttum.