
„Risafyrirtæki leitast við að verja hagnað sinn með því að velta vandanum yfir á samfélagið, atvinnuleysistryggingar,“ segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri – sjá tilefnið hér. Og Ragnar heldur áfram:
–
„Fyrirtæki eiga að standa með starfsfólki sínu eins og starfsfólkið stendur með þeim. Fyrirtæki geta þurft að segja upp starfsfólki sem ekki stendur sig, en að segja upp stórum hópum, svipta ótal fjölskyldur lífsviðurværinu, til að hluthafarnir haldi ávöxtun sinni, ber vott um samfélagslegt ábyrgðarleysi. Vitrænna væri að skerða laun allra um það hlutfall launakostnaðar sem nemur sparnaðarþörfinni.
–
Almenningshlutafélög, stórfyrirtæki skráð á markað, búa við þau forréttindi að geta aflað sér hlutafjár á markaði. Það eru einkum stofnanafjárfestar, sjóðir almennings, sem leggja féð til. Réttindum eiga að fylgja skyldur, völdum ábyrgð. Þörf er á að ræða um leikreglur kapítalismans. The survival of the fittest má ekki verða survival of the fattest!“



