Matís leitar á nú að þátttakendum til að taka þátt í rannsókn á vegum Háskóla Íslands og Lipid Pharmaceuticals ehf. á virkni lýsis með viðbættum fríum fitusýrum í baráttunni gegn kvefi og flensum.
Þátttakendum verður skipt í tvo jafnstóra hópa. Annar hópurinn fær Omega Cold lýsi til að taka tvisvar sinnum á dag í fjóra mánuði, eina skeið (5 til 7 ml) í hvort sinn. Hinn hópurinn er viðmiðunarhópur og tekur jurtaolíu á sama hátt í stað lýsisins. Þátttakendur fá ekki upplýsingar um hvorum hópnum þeir tilheyra.
Stefnt er að því að hefja rannsóknina í lok nóvember eða byrjun desember. Tekið er fram að þeir þátttakendur sem ljúki rannsókninni fá 15 þúsund króna gjafabréf sem þakklætisvott.
Skilyrði fyrir þátttöku eru að geta tekið lýsi með sítrónubragði, vera á aldursbilinu 18-80 ára og almennt við góða heilsu.






