„Í tilefni þessa að bókin mín, Hrossafræðin, er nú endurútgefin á næstunni, þá væri mér mikil ánægja ef þú sæir þér fært að mæta og gleðjast með mér, laugardaginn 25. október kl. 16-18, í Harðarbóli, félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ,“ segir Ingimar Sveinsson fyrrum bóndi á Egilsstöðum á Héraði og hinn eini, sanni hestahvíslari á Íslandi:
„Ég mun undirrita bækur á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar og tónlistaratriði. Hlakka til að sjá sem flesta. Allir velkomnir!“






