“Hrunið” á 17 ára afmæli í dag. Ég held upp á daginn með því að rifja upp texta úr Mbl.-grein 15. apríl 2008. Tillagan rataði lítið breytt inn í Neyðarlögin,“ segir Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri og samfélagsrýnir:
–
„Seðlabankinn bauð mér til fundar út af henni í júlí 2008. Tveir bankastjòrar og einn ráðuneytisstjòri voru á fundinum. Hugmyndin kom um síðir fram lítið breytt í Neyðarlögunum, en ef hún hefði verið nýtt strax hefði ekkert „hrun“ orðið. Það hefði aldrei þurft að segja “Guð blessi Ísland”. Á fundinum var mér sagt að ekki hefði reynst skilningur meðal stjòrnmálamanna á að aðgerða væri þörf:
–
„Ábendingar um aðgerðir.
Aðgreina ber sem fyrst innlenda bankastarfsemi frá annarri og flytja í sérstök ný dótturfélög. Ríkissjóður láni bönkunum fyrir hlutafjárframlagi til hinna nýju félaga, gegn veði í hlutabréfunum. Kröfur á og skuldbindingar við þá sem búsettir eru á Íslandi eiga heima í hinum nýju félögum. … Unnið verði að viðskiptalegum aðskilnaði nýju bankanna frá móðurbönkunum strax í framhaldinu, svo skilja megi þá frá þeim án fyrirvara. Flutningur viðskiptanna í ný félög yrði ekki riftanlegur af því að gerningurinn yrði kröfuhöfum móðurbankanna í hag. Ástæðan er sú að eigið fé þeirra stæði þá eftir til stuðnings þeim eingöngu. Að auki verður ekki séð að mismunur sé á gæðum erlendra og innlendra eigna. Veðtakan í hlutabréfunum yrði ekki heldur riftanleg, af því að nýtt lán fylgdi. Sjálfs er höndin hollust.
–
Gert verði alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni ekki koma frekar að fjárhaglegri endurskipulagningu banka, að öðru leyti en því að leysa áðurnefnd ný dótturfélög um innlenda bankastarfsemi til sín, ef á þarf að halda. En komi til þess felst sem fyrr sagði kjarabót í því fyrir hina ótryggðu kröfuhafa því þá minnkar efnahagsreikningur bankanna og hlutfall eigin fjár hækkar að sama skapi”.






