Allt stefnir í að sjónvarpsþáttaröðin Felix og Klara, samvinnuverkefni Jóns Gnarr og Ragnars Bragasonar, ætli að slá í gegn á landsvísu eftir fyrsta þáttinn sem sýndur var á RÚV í gær.
Upp úr stendur ótrúleg umbreyting á Jóni Gnarr í alhlutverkinu þar sem hann er sminkaður áratugi inn í framtíðina. Við tökur á þáttunum tók það sminkurnar fjóra klukkutíma að breyta Jóni í eldri borgara og aðra tvo að fjarlægja sminkið – fyrir og eftir hverja töku og þær voru margar.
Á sama tíma var Jón Gnarr í framboði til forseta Íslands og truflaði þetta umstang að sjálfsögðu kosningabaráttu hans því tíminn er takmarkaður. Hefði frumsýning þáttanna um Felix og Klöru verið skömmu fyrir forsetakosningarnar væri Jón Gnarr að öllum líkindum forseti Íslands í dag.






