„Ef þú setur lága staðla fyrir vináttu, áttu líklega marga vini. Ef þú setur háa staðla, áttu færri. En þeir fáu eru sannir,“ segir alheimsfegurðardrottning og lífsleikniráðgjafinn Linda Pétursdóttir:
„Þú getur ekki ætlast til að umgangast framúrskarandi fólk – nema þú setjir sjálf framúrskarandi staðla. Vinátta snýst ekki um fjölda – hún snýst um gæði. Og það er undir þér komið hverjir fá að vera í þínum innsta hring. Því það hefur áhrif á allt líf þitt.
Er kominn tími til að hækka staðlana þína?“