Enski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Frederick Forsyth lést í gær 86 ára að aldri. Einn drýgsti metsöluhöfundur heims með bækurnar The Day of the Jackal, The Odessa File, The Fourth Protocol, The Dogs of War, The Devil’s Alternative, The Fist of God, Icon, The Veteran, Avenger, The Afghan, The Cobra og The Kill List – og svo fylgdu kvikmyndirnar.