Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra fellur ekki verk úr hendi þó í sólarfríi sé. Hér ræðir hún málin við kappklædda mótorhjólalöggu sem varð á vegi hennar við gamla Hólavallakirkjugarðinn í Suðurgötu, sjálf sumarklædd í stíl við veðrið. Varla hafa þau verið að tala um veðrið, hún og löggan.