Alfreð Andrésson (1908-1955), leikari. Hann var vinsæll á stríðsárunum og þótti einn besti leikari Íslendinga. Sumir töluðu jafnvel um að Alfreð hefði orðið heimsfrægur, hefði hann fengið tækifæri til.
–
Hann lærði leiklist í Kaupmannahöfn en eftir komu sína þaðan sló hann rækilega í gegn í revíum Bláu stjörnunnar og Fjalakattarins, þar sem hann söng m.a. hinn vinsæla gamantexta, Ó, vertu ei svona sorró og mælti hin fleygu orð: „Helvíti er hlíðin smart, ég fer ekki rassgat.“
–
Þó Alfreð þætti kostulegur gamanleikari og vakti ævinlega hlátur um leið og hann steig á svið, langaði hann ávallt að verða farsæll sem dramatískur skapgerðarleikari. Hann sást gjarnan ganga um götur Reykjavíkur á 5. áratugnum, þráðbeinn í baki og alvarlegur á svip.
–
Heimild / Gamlar ljósmyndir