Ásta Olga Magnúsdóttir íbúi á Bakkastíg við Nýlendugötuhornið í Reykjavík efnir til umræðufundar um framtíð Reykjavíkurhafnar í Sjávarklasanum á Granda mánudaginn 2. júní kl. 9-11. Þar verða stutt erindi um málefni sem tengjast þróun hafnarsvæðisins sem og straumum og stefnum í borgarhönnun.
–
Ásta Olga er uppalin við höfnina og býr þar enn. Henni er því hverfið kært og á ekki langt að sækja áhugann en hún er dóttir Magnúsar Skúlasonar arkitekts, sem einnig ólst upp á Bakkastíg, sem hefur sterkar skoðanir á byggingum og borgarumhverfi og hefur staðið vörð um menningararfleifð og hlúð að gæðum í borgarlandslaginu í áratugi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt ýmislegt sem hefur verið gert í uppbyggingamálum og skipulagsmálum í Reykjavík. Oftar en ekki hefur aðhald og gagnrýni snúið að því hversu hátt byggingar hafa risið.
–
Húsvernd og byggðamynstur hafa lengi verið Magnúsi hugleikin. Hann var einn af þeim sem stóð að stofnun Torfusamtakanna og endurreisn Bernhöftstorfunnar þegar til stóð að rífa húsalengjuna við Lækjargötu og rýma til fyrir nýjum hábyggingum.