„Það er því miður ljóst að ég kem ekki lengur til með að hafa aðkomu að Kastrup.
Það náðust ekki sammingar við skattinn né leigusala.“ segir Jón Mýrdal veitingamaður á Kastrup á Hverfisgötu en staðnum var lokað af yfirvöldum með látum fyrir skemmstu og hefur ekki opnað aftur:
–
„Þó seinustu vikur hafi verið erfiðar þá er ég stoltur af því sem var rekið í tjaldi á Klapparstíg fyrir fjórum árum ásamt Stebba Melsted og breyttist svo í frábæran veitingastað á Hverfisgötu.
–
Mig langar að þakka ykkur öllum og sérstaklega þeim fastakúnnum sem komu oft í viku.
Nú þarf að ganga frá lausum endum og hugsa um framtíðina.
–
Ég veit hverju ég er góður í sem er stuð og stemming og næstu verkefni verða tengd því. Í framtíðinni mun bókhald og tölvupóstar vera gert af fagmönnum.“
–
