Fæðingardagur krúrekaleikarans John Wayne (1907-1979). Hann var helsta kvikmyndastjarna heims á gullaldarárum Hollywood. Dýrkaður og dáður og tóku milljónir unglingspilta upp hokið göngulag hans. Hann seldi bíómiða eins og heitar lummur í 30 ár og hlaut ein Óskarsverðlaun – fyrir hlutverk sitt í True Grit.
–