Brotist var inn í húsakynni Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur á Fiskislóð 1 á Granda á dögunum. Ljós er að þjófurinn hefur komist inn með því að fara upp stiga sem liggur á hlið hússins og þar inn um svalardyr sem reyndust ekki læstar.
Varla verður sagt að þjófurinn hafi látið greipar sópa því ránsfengurinn var rafmagnssnúra tengd hátalara og gamall golfpoki með nokkrum úr sér gengnum kylfum. Golfkylfurnar urðu eftir neðst í stiganum en rafmagnssnúruna hirti hann.