Knattspyrnugoðsögnin George Best (1946-2005) hefði orðið 79 ára í dag. Líklega besti leikmaður Manchester United frá upphafi og ástæða þess að fjölda íslenskra kvenna á efri árum heldur með MU. Hann var svo sætur – og bestur. George Best lést langt fyrir aldur fram, 59 ára. Það var Bakkus em lagði hann að velli – utanvallar. Hann fær óskalagið The Best með Tinu Turner.