Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, þekkt í Bretlandi sem Siddy Holloway, hlaut í dag viðurkenningu sem Norðurlandabúi ársins frá CoScan, Sambandi norrænna félaga í Bretlandi.
–
Verðlaunin hlaut hún fyrir framlag sitt, sem sagnfræðimiðlari og kynnir, til miðlunar til almennings á sögu London og hinna marga duldu króka og kima borgarinnar. Siddy er m.a. stjórnandi ‘Hidden London’ auk þess að vera rithöfundur og þáttastjórnandi.
–
Viðurkenningin var veitt við móttöku sem haldin var af Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra, í Sendiráði Íslands í London. Nick Archer, formaður CoScan afhenti verðlaunin.
–