Kvikmyndaleikarinn Pierce Brosnan, einn sá frægasti í heimi, er afmælisbarn dagsins (72). Fæddur í Drogheda á Írlandi, tvígiftur og töff. Starfaði sem auglýsingateiknari þegar hann skráði sig til náms í Drama Center í London og sló í framhaldinu í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Remington Steel. Eftir það var gatan greið í fjölda kvikmynda en upp úr stendur þó aðalhlutvek í fjórum James Bond myndum. Henry Mancini átti tónlistina í Remington Steel þar sem afmælisbarnið sló í gegn: