Kona, sem hafði sett fuglabúr upp í trjágrein hjá sér fyrir mörgum árum og fætt þar fugla með korni og öðru um skeið, brá í brún um helgina. Kornið var allt horfið en þó engan fugl að sjá. Fyllti hún á aftur og fylgdist með. Og sjá:
Var þá ekki komin lítil mús í búrið og hámaði í sig korn. Konan fór út og ætlaði að stugga við músinni en þá hvarf húns eins og hendi væri veifað.
Var þá eftirlitið hert og sannleikurinn kom í ljós. Þegar músin sá konuna koma stökk hún upp í rjáfrið á búrinu og beið þar á meðan eftirlitið lauk sér af. Upp um hana komst og reynir hún þetta líkega ekki aftur.