„Litli bróðir, sem er bæði stærri og sterkari en ég, á daginn,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrum utanríkisráðherra sem sýndist frekar hörð og köld í framkomu í ráðherratið sinni en sýnir nú oft á sér mildari hlið eftir að hún slapp úr ráðherrastólnum:
„Þessi góðhjartaða, þolinmóða og fallega manneskja sem hefur fylgt mér síðan ég var sex ára er orðinn 32 ára, bráðum tveggja barna pabbi, unnusti og flugmaður. Fyrst og síðast er hann gott fólk og ég er svo þakklát fyrir hann og alla þessa ágætu bræður mína sem ég elska.“