Um helgina er atburða minnst víða um heim sem urðu 14. apríl og skóku heimsbyggðina: Abraham Lincoln myrtur af John Wilkes Booth þar sem forsetinn naut leiksýningar, jarðskjálftarnir í Yushu í Kína, fellibylur í Banglades þar sem þúsusundir létust og Titanic sökk. Er þá fátt eitt nefnt. Þessi dagsetning, 14. apríl, hefur ratað í sögubækur vegna ótta og angistar sem af leiddi hjá milljónum manns og gleymist aldri.