
„Við Ólafur Haukur lögðum leið okkar til Grindavíkur með 16mm Bolex og Tandberg segulbandstæki,“ segir Þorsteinn Jónsson kvikmyndaleikstjóri í tilefni þess að sjónvarpskvikmynd hans, Fistur undir steini, verður sýnd í Bíó Paradís á sunnudaginn 13. apríl klukkan fimm.
Myndin var gerð 1974, sýnd í Ríkissjónvarpinu og allt varð vitlaust – sérstaklega í Grindavík. Með sýningu myndarinnar nú verður einnig sýnd upptaka af viðtalsþætti sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu strax á eftr sýningunni og þar voru skiptar skoðanir svo um munaði. Þorstein heldur áfram:
„Þarna voru tvö gömul hverfi með fallegum litlum húsum og síðan voru ný hverfi með stórum einbýlishúsum. Ein bensínsjoppa sem seldi líka bækur og tímarit og í félagsheimilinu var hægt að fá uppáhellt kaffi og kleinu og lagtertu bakdyramegin.
