Ökukennaranám við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Samgöngustofu kostar 2.150.000 krónur. Um er að ræða námskeið sem hefst 27. ágúst og lýkur með útskrift í júní 2026.
Í auglýsingu segir: Ökukennaranám er starfsmenntun sem miðar að því að búa nemendur undir að starfa sem ökukennarar en getur einnig nýst vel við margvísleg önnur störf á sviði umferðarmála.