
„Snöggur eins og skröltormur sem stingur bráð sína sló hann og kýldi tuðruna frá markinu, en einnig átti hann til að spila eins og Neuer sem sweeper, er mér sagt, enda spilaði Guttormur meira úti á æfingum en í marki,“ segir Eggert Ólafsson lögfræðingur um eldri bróður sinn, Guttorm Ólafsson, fyrrum markmann Þróttar og landsliðsins um tíma í tilefni af 99 ára vígsluafmælis Melavallarins um helgina en þar lék Gutti margoft.
„Litlið bróðir horfði á skjálfandi í hnjánum í hvert sinn sem skot koma á markið, oftast af ástæðulausu. Við áttum frábæra blaðaljósmyndara á þessum tíma, á milli 60 og 70, m.a. Bjarnleif Bjarnleifsson, Svein Þormóðsson og Óla K. Ekki veit ég hver þeirra tók þessar myndir.“
