Rafræni heimurinn heillar. Líka rafvirkja sem nefna fyrirtæki sín í anda nýrra tíma – Raflax.
Af hverju Raflax?
„Af því að eigandinn er laxveiðmaður,“ segir bílstjórinn.
Ert það þú?
„Nei,“ svarar hann, startar rafmagnsbílnum hljóðlaust og líður á braut eins og lax í á.