Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tekur þátt í sameiginlegri áskorun evrópskra borgarstjóra til tyrkneskra yfirvalda, vegna skyndilegrar handtöku borgarstjóra Istanbúl, Ekrem İmamoğlu, þann 19. mars síðastliðinn. Það eru samtökin EuroCities sem halda utan um áskorun borgarstjóranna, en meðal borgarstjóra sem hafa skrifað undir eru Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, Juhana Vartiainen, borgarstjóri Helsinki, og Erik Lae Solberg, borgarstjóri Óslóar.
„Það skiptir máli að Reykjavík taki alltaf afstöðu með mannréttindum og lýðræði. Hér er lýðræðinu stórlega ógnað, og því er þessi handtaka óásættanleg, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri.“