Ný viðhorfskönnun meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar sýnir að 88% starfsfólks Reykjavíkurborgar er ánægt í starfi. Niðurstöður sýna að á heildina litið upplifir starfsfólk starfsstaðinn Reykjavíkurborg sem góðan og metnaðarfullan vinnustað sem hefur góða ímynd. Þar ríkir góður starfsandi og starfsfólk er ánægt með þann sveigjanleika sem það hefur í vinnunni og 94% starfsfólks telur að það hafi jákvæð áhrif á samfélagið í starfi sínu.