
„Það mætti ætla að þessum líkbíl sé lagt þarna við Hringbraut til þess að þjónusta Elliheimilið Grund,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og áhugamaður um skipulagsmál sem tók þessa mynd í morgun:
„En svo er ekki. Bílnum, sem er i einkaeign, hefur verið lagt þarna síðan gjaldkskylda var sett á bifreiðastæði fyrir íbúa á Ljósvallagötu, Ásvallagötu og fl. norðan Hringbrautar.
Þetta er talandi dæmi um hvenig fólk leysir bifreiðastæðavandann. Bílarnir hverfa ekki af götunum þegar gjaldskylda er sett á. Vandinn er fluttur i nærliggjandi götur.“