„Það kæmi kannski út bók fyrir næstu jól, ég reyni ekki að finna nafn á hana,“ segir Ólafur Óskar Axelsson arkitekt og faðir píanósnillingsins Víkings Heiðars:
„Undurfalleg kápa sem „næði“ öllum sem kæmu inn í Eymundsson, þúsund eintök nema að innan hverrar kápu væri aldrei sama skáldsagan, allar gjörólíkar en upp hæfust deilur um skáldsöguna, allir hefðu jú lesið sína skáldsögu undir sömu kápu (bókin gæti jú heitið það, „Undir sömu kápu“ já eða „Bak við sömu kápu“), hatrammar deilur, það er svona sem mér líður orðið í bókabúðum og reyndar yfirleitt.“