Það kvarnast úr fyrrum ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins sem stefnir í framboð til formanns flokksins eftir rúman mánuð. Þarna voru þrjár konur og einn karlmaður en nú er ein konan hætt við og eftir standa tvær konur og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur hefur það framyfir konurnar tvær að vera maður allra kjördæma:
Fæddur á Siglufirði (Norðausturkjördæmi), alinn upp í Borgarnesi (Norðvesturkjördæmi, keypti sína fyrstu íbúð á Seltjarnarnesi og bjó þar um árabil (Suðvesturkjördæmi) og svo býr hann í Grafarvogi (Reykjavíkurkjördæmi norður).
Þá er aðeins Suðurkjördæmi eftir. Guðlaugur Þór réði bót á því með að reisa sumarhús í kjördæminu þar sem hann dvelur á fríum meðal nýrra sveitunga sem bætast við alla hina.
Kjósendur koma því ekki að tómum kofanum þegar Guðlaugur Þór er anars vegar – maður allra kjördæma.