Þessi hola á Laugavegi virðist heldur saklaus nema ef gangandi vegfarendur detta ofan í hana. Þegar betur er að gáð glittir í mann í holunni, klæddur eins og viðgerðarmaður. Upp streymir vægur ylur.
Maðurinn sagðist vera að gera við snjóbræðslukerfið sem á að hita upp gangstéttar og götu upp og niður allan Laugaveginn. En tekst ekki alltaf í frosthörkum eins og verið hafa. Þá verður að stilla upp á nýtt, líklega meira flæði af heitara vatni.