„Þð er stuð á Akureyri,“ segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir norðan – það er af og frá:
„Ég leit við í VMA í dag. Kíkti inn á opna svæðið og keypti mér samloku. Um leið og ég var búinn að setja hana í grillið dreif að nemendur sem voru allir hressir og kátir. Hreint stórkostlegar móttökur!
Sumir vildu taka myndir, aðrir ræða stjórnmál og enn aðrir báðu mig, samkvæmt leiðsögn, að skreyta kosningavarning sem þeir komu með til mín.
Ætli ég hafi ekki hitt hátt í 100 nemendur sem allir voru hressir (enda eru heimsóknir í VMA alltaf skemmtilegar).
Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi.
Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.
En nemendur þurftu að mæta í tíma og ég að borða samlokuna mína.“