
Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur var landsfrægur stjörnuspekingur á árum áður, þótti naskur þegar hann tengdi stjörnumerki saman, teygði til allra átta og fékk yfirleitt niðurstöðu sem viðkomandi kannaðist við. Ótrúlega nákvæmur í öllu. Hann varð eftirlæti fjölmiðlamanna og gilti það um útvarp, timarit og daglegar fréttir sem setja þurfi í samhengi. En svo var eins og hann hyrfi.
„Er þakklátur fyrir að hafa varið nokkrum árum í akstursþjónustu fatlaðra. Skemmtilegt og gefandi,“ segir hann á samfélagsmiðlum og birtir mynd með.