Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. – 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar. Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og starfar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Árið 2021 lauk hún námi sem Curatorial Fellow í The Witney Independent Study Program í New York. Hún er með meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Stokkhólmsháskóla og bakkalárgráðu í mælskufræði frá UC Berkeley. Daría stofnaði galleríið Studio Sol árið 2017 í uppgerðu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík. Árið 2024 vann hún Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir bestu samsýningu ársins Að rekja brot.
–
„Hugmyndafræðin að baki Sequences XII tengist fagurfræði sem kallast „hæg list” (e. slow art) – og felur í sér tengingar milli myndlistar og áhorfanda, að taka sér tíma með list, með hverju og einasta verki, og íhuga nýjar leiðir til að upplifa og meðtaka myndlist. Einblínt verður á verk sem eru unnin hægt og taka tíma að mótast og verða til, einnig listamenn sem vinna að einu verkefni yfir mörg ár eða áratugi.“