Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, er ekki af baki dottinn þó áttræður sé og verði 81 rétt fyrir næstu jól. Hann pakkaði í tösku, skellti sér í ferð með Austurlandahraðlestinni og tók konuna með.
„A great trip on the Orient Express!“ sagði hann við heimkomuna.
–
Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annarri og styttri leið.


